Sameining Laugalands- og Akureyrarprestakalla

Biskupafundur hefur ákveðið að leggja fyrir kirkjuþing í nóvember næstkomandi tillögu um sameiningu Laugalands- og Akureyrarprestakalla þann 1. febrúar 2019. Sameinað prestakall fær heitið Eyjafjarðarprestakall og því verður þjónað af sóknarpresti og tveimur prestum. Safnaðarfundum er gefinn kostur á að veita umsagnir um tillöguna.
Því er boðað til sameiginlegs safnaðarfundar allra sókna í Laugalandsprestakalli í Félagsborg, miðvikudaginn 24. október kl. 20:00.
Prófastur, séra Jón Ármann Gíslason, mætir á fundinn, kynnir málið og svarar fyrirspurnum.