Innviðaráðuneytið hefur formlega staðfest sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar og tekur sameiningin gildi 1. ágúst 2024. Tekur sveitarstjórn Húnabyggðar við stjórn hins sameinaða sveitarfélags samdægurs og fer með stjórn þess til loka yfirstandandi kjörtímabils. Heiti hins sameinaða sveitarfélags skal vera Húnabyggð og mun samþykkt um stjórn og fundarsköp Húnabyggðar nr. 1181/2022, gilda fyrir hið sameinaða sveitarfélag.
Vefurinn blonduos.is hefur hætt rekstri og vefurinn hunabyggd.is hefur tekið við fyrir nokkru síðan.