Sameiginlegt lið í 3. flokki karla

Í 3. flokki karla í knattspyrnu er sameiginlegt lið Tindastóls/Hvöt/Kormáks/KF, liðið leikur í C-1 deild.  Liðið hefur leikið einn leik í Bikarkeppni 3. flokks á Austurlandi og Norðurlandi. Leikurinn var gegn Þór þann 2. júní, og leikið var í Boganum á Akureyri. Þórsarar unnu leikinn 6-0.  Þórsarar komust snemma leiks í 2-0 og leiddu 3-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoruðu þeir þrjú mörk á 15 mínútuna kafla og kláruðu leikinn 6-0. Í liði Tindastóls/Hvöt/Kormáks/KF spilar meðal annars markmaðurinn Patrick Gabriel Bors, fæddur árið 2003 og er liðsmaður KF. Einnig Gunnþór Tandri Guðmundsson, Bjartmar Ari Aðalsteinsson, Leó Einarsson, Kristófer Rúnar Yngvason,Alex Bjartur Konráðsson, Helgi Kjartansson, Benedikt Gröndal og Jón Ingimarsson. KF á því stóran hóp í þessu liði 3. flokks og á næstu árum banka þessi drengir á dyrnar í meistaraflokki KF.