Sameiginlegar skíðaæfingar í Fjallabyggð

Skíðafélögin í Fjallabyggð hafa ákveðið að vera með sameiginlegar æfingar í vetur. Um er að ræða bæði inni- og útiæfingar á Siglufirði og í Ólafsfirði. Æft er á línuskautum og hjólaskíðum og eins er farið í fjallgöngur og ratleiki og gerðar styrktaræfingar inní íþróttasal.

Mun þetta vera í fyrsta sinn sem samstarf er með æfingar hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar og Skíðfélagi Siglufjarðar Skíðaborg. Eins er búið að tengja þessar æfingar fyrir börn í 1-4 bekk sem eru í frístund eftir að skóla lýkur á daginn.