Samdráttur í umferðinni var 5.3% árið 2011

Umferðin á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum dróst saman um 5,3 prósent árið 2011 frá árinu áður. Þetta er mesta samdráttarárið frá því að samantekt af þessu tagi var gerð eða síðan 2005. Til samanburðar dróst umferðin saman um 2,3% árið 2010 og um 1,7% árið 2008 en jókst um 6,8% árið 2007.

Fram til 2008 hafði aksturinn nánast aukist á hverju ári síðan 1975 a.m.k. Og samdrátturinn aldrei orðið þetta mikill. Samdráttur umferðarinnar í desember reyndist mikill frá sama mánuði árið 2010. Hann nam 9,5 prósentum. Umferðin í desember var minni en hún hefur verið síðan fyrir 2005.

Heimild: Vegagerðin