Á haustdögum 2012 hittust fulltrúar skíðafélaga á Norðurlandi í Brekkuseli á Dalvík. Markmið fundarinns var að efla alpagreinar skíðaíþróttarinar. Ákveðið var að stofna samstarfsvettvang fyrir skíðakrakka, foreldra þeirra og þjálfara á Norðurlandi. Samstarfsvettvangurinn er margvíslegur og var tekin ákvörðun um að leggja litla áherslu á keppni en fókusera á samstarf og samgang þeirra barna sem stunda þetta erfiða sport á Norðurlandi. Fyrsta verkefnið var haldið á Siglufirði 12-13 janúar 2013. Þar var ákveðið að halda stóra samæfingu fyrir breitt aldursbil og mættu krakkar á aldrinum 8-13 ára til æfingabúða í Skarðsdal.

Næsta verkefni verður í Mývatnssveit helgina 23-24 febrúar .  Þar verður svig og munum krakarnir æfa annan daginn og keppa hinn.  Þetta verkefni er ætlað fyrir börn sem eru fædd árin 1999-2000-2001-og 2002.  Foreldrar og krakkar takið helgina frá og gerið ykkur klár fyrir Kröflufjör.

Heimild: skidalvik.is