Salthús Síldarminjasafnsins

Salthús Síldarminjasafnsins mun rísa á þessum grunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók fyrstu skóflustunguna í lok maí af húsinu.

Um er að ræða geymsluhús safnsins sem verður aðal munageymslan en einnig er stefnt að því meira en þriðjungur hússins verði notaður fyrir sýningu, safnverslun og gestamóttöku.

Undirbúningur að byggingu hússins hefur staðið í tvö ár en nú í ársbyrjun varð ljóst að Forsætisráðuneytið vildi veita 20 millj. kr. styrk til framkvæmdarinnar; að reisa húsið og ljúka því að utan. Þá hefur Fjallabyggð heitið 500 þús. krónum, FÁUM 250 þús kr. til verksins auk þess veitir Þjóðminjasafnið verulegan stuðning.

14799221883_30280a7106_k