Sálin á Siglufirði í sumar

Stórhljómsveitin Sálin heimsækir Siglufjörð nú í sumar en hljómsveitin fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin hélt líka tónleika í fyrra á Siglufirði og slógu svo sannarlega í gegn. Ballið verður haldið á Rauðkutorgi laugardaginn 27. júlí, eða viku fyrir verslunarmannahelgina.

Í ár eru 25 ár liðin frá því að hljómsveitin Sálin hans Jóns míns var stofnuð. Þann 10. mars 1988 kom bandið fyrst fram opinberlega, í Bíókjallaranum undir Tunglinu, sem svo hét, (áður Nýja bíó). Það hús brann síðar, en á sama reit og Sáin sté fyrst á svið er nú Grillmarkaðurinn.

 Sálin á Siglufirði:


Gunnar Smári Helgason setti þetta myndband inn á Youtube.com. Hér er hljómsveitin með tónleika á Kaffi Rauðku.