Sala hafin á tjaldstæðum á Landsmóti á Hólum

Sala á tjaldstæðum með rafmagnstengingum á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 er hafin.  Um er að ræða afmarkaða reiti, 7×10 metrar að stærð og hverjum reit fylgir ein rafmagnsinnstunga.  Allir gestir mótsins hafa aðgang að almennum tjaldstæðum mótsins, en þar verður ekki hægt að bjóða upp á rafmagnstengi.

Tjaldstæðin með rafmagnstengingum eru seld í gegnum sama sölukerfi og aðgöngumiðar á mótið, hjá tix.is og á heimasíðu Landsmóts, landsmot.is.  Þar geta áhugasamir gestir keypt sér aðgang að reit sem bíður þeirra þegar á mótið verður komið.  Verð fyrir þessa þjónustu verður óbreytt frá síðasta Landsmóti, kr. 17.000 fyrir afnot af tjaldstæðareit með rafmagnstengingu á mótinu.

Athugið að aðgöngumiði er ekki innifalin þegar keypt er rafmagnsstæði.

landsmot

 

Heimild: landsmot.is