Föstudaginn 28. desember hefst sala flugelda um land allt. Mikilvægt er að muna eftir að notkun þeirra er aðeins leyfð 28. desember til 6. janúar. Meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá miðnætti til kl. 09:00 að undanskilinni nýársnótt.
Mikilvægt er að foreldrar fari gegnum öryggisatriði með börnum sínum enda er það því miður árviss viðburður að börn slasist við óörugga notkun flugelda. Að lokum er mjög mikilvægt að foreldrar fari fyrir með góðu fordæmi og noti öryggisgleraugu, auk þess að smella slíkum öryggis tækjum á börnin.

Sölustaði Björgunarsveitanna má finna hér.