Saga-Fotografica opið alla helgina

Ljósmyndasafnið Saga-Fotografica á Siglufirði verður opið um verslunarmannahelgina
frá kl.13-16. Gestir safnins eru hjónin Walter og Ruth Huber með sýningu mynda frá Íslandi. Þau hafa heimsótt landið tíu sinnum og fangað fegurð landsins með sýn aðkomumanns. Kaffi á könnunni.

Safnið er að Vetrarbraut 17 á Siglufirði og er stórmerkilegt og áhugavert safn.

58460_277315515754874_1580141453_n