Saga Eurovision tónleikar á Dalvík

Tónleikar  verða í Íþróttamiðstöð Dalvíkur, sunnudaginn 21. apríl. Það verður Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björns sem stíga á svið kl. 20 ásamt Eurobandinu.

Í þessari glæsilegu tónleikasýningu verður saga Eurovisionkeppninnar rakin í tali og tónum, allt frá árinu 1956 til dagsins í dag og víst er að hér er sannarlega á ferðinni skemmtun fyrir alla fjölskylduna, því ALLIR eiga sín uppáhaldslög úr keppninni. Öll eigum við skemmtilegar minningar tengdar Eurovision og munu þær eflaust koma upp í hugann þetta kvöld, þegar helstu perlur keppninnar verða fluttar af þeim Friðriki Ómari, Selmu Björnsdóttur og Regínu Ósk ásamt Eurobandinu. Þetta er viðburður sem aðdáendur Eurovision, á öllum aldri, mega ekki missa af.

Söngur: Friðrik Ómar, Selma Björnsdóttir og Regína Ósk
Trommur: Benedikt Brynleifsson
Bassi: Róbert Þórhallsson
Gítar: Kristján Grétarsson
Hljómborð: Ingvar Alfreðsson

Danshöfundar: Guðfinna og Birna Björnsdætur
Búningahönnuður: Margrét Einarsdóttir