Safna hlutafé til verslunareksturs í Hrísey

Um fjörtíu manns sóttu opinn kynningarfund um fyrirhugaða stofnun félags um verslunarrekstur í Hrísey, sem haldinn var í byrjun vikunnar. Á fundinum voru kynnt drög að rekstraráætlun og stofnkostnaði. Góðar umræður sköpuðust og fundarmenn almennt mjög jákvæðir. Á fundinum var hægt að gefa vilyrði fyrir hlutafé í hinu óstofnaða félagi og voru nokkrir sem staðfestu hlut sinn. Ákveðið var að gefa frest til mánudagsins 27. apríl fyrir verðandi hluthafa til að skrá sitt framlag til félagsins. Ef nægt hlutafé safnast verður í framhaldi af því boðað til stofnfundar. Áætlað er að leggja upp með að lágmarki 3.000.000 í hlutafé.

Hægt er að senda fyrirspurnir eða staðfestingu á hrisey@hrisey.net eða hafa samband við undirritaða ef áhugi er á að gerast hluthafi.

Guðrún Þorbjarnardóttir 692-4910
Hrund Teitsdóttir 694-1285
Ingólfur Sigfússon 866-8190
Ingimar Ragnarsson 867-5655
Kristín Björk Ingólfsdóttir 866-9490
Linda María Ásgeirsdóttir 891-7293
Þröstur Jóhannsson 862-3817

hrisey-verslun-20-4-2015Texti: Hrisey.net, Mynd: akureyri.is