Safna fyrir bókinni Reitir

Höfundar bókarinnar Reitir: Tools For Transformation safna nú fyrir útgáfu bókarinnar á Karolina Fund, en safna þarf tæplega 1.4 milljónum króna(11.000 evrur) fyrir 21. október 2016. Þessi söfnun miðar að því að framleiða prentuð eintök af bókinni, til að gera hönnun bókarinnar almennilega skil. Hægt er að borga ýmsar fjárhæðir á karolinafund.com til að styðja við verkefnið.

Bókin er hagnýtur leiðarvísir að menningartengdu frumkvöðlastarfi og innblástur fyrir alla áhugasama um lausnamiðað skapandi starf. Bókin byggir á reynslu höfunda af REITUM, árlegri tilraunakenndri smiðju á Siglufirði.

Bókin innheldur verkfæri og hugmyndir til að byggja upp áhrifamikil samstarfsverkefni. Bókin fer yfir hvernig sumarsmiðjan REITIR er rekin og sýnir þau 60+ verkefni sem hafa verið unnin á REITUM síðan 2012. Bókin er fyrir þá sem hafa áhuga á þverfaglegri samvinnu, skipulag skapandi smiðja, staðbundin verk og verkefni í almenningsrými.

Bókin verður aðgengileg öllum að kostnaðarlausu á heimasíðu REITA. Bókin er í A4 stærð til að hámarka aðgengi og notagildi bókarinnar.

Þrír kaflar bókarinnar eru eftirfarandi. Workshop – þar sem framkvæmd og hugmyndafræði REITA er útskýrð; Tools – þar sem aðferðafræði smiðjunnar er sett fram í formi verkfæra og útskýrð á aðgengilegan hátt; Projects –þar sem öll verkefni þátttakenda REITA síðustu fimm ár eru gerð skil.

Þar að auki eru Pro-tips – sem er gagnleg ráð sett fram hér og þar í bókinni og síðast en ekki síst, Cookbook – sem inniheldur hollar og góðar uppskriftir fyrir stóra hópa – fyrir litla upphæðir – frá matreiðslumeistara REITA, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur.

Síðan 2012 hafa Reitir árlega boðið um 25 manns alls staðar að úr heiminum, til Siglufjarðar til að taka þátt í tveggja vikna tilraunakenndri smiðju sem fjallar um samstarf, staðarvitund, þverfagleg verkfæri og félagslega þátttöku og virkni í almenningsrýminu. Þátttakendur REITA koma víða að og búa að fjölbreyttni starfsreynslu og sérfærni. Þau þróa saman hugmyndir sem eiga uppruna sinn ú nærumhvefinu. Markmið REITA er að vera virkur og áhrifamikill hluti af menningarlandslagi og uppbyggingu Siglufjarðar og skapa traustan grunn að skapandi samstarfi með nýnæmi og gagnrýna hugsun að leiðarljósi.

REITIR er hluti af Urban Space Expanders (USE) menningarsamtök með vinnustofur í Reykjavík og Aarhus, Danmörku.

95fe01098ba7a1b9b934efe8dabada7b
Heimild og mynd: karolinafund.com