Sævar Birgisson frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar varð Íslandsmeistari í dag þegar keppt var í 10 km göngu karla með hefðbundinni aðferð. Ræst var af stað með hópstarti og tók Sævar strax forustu í göngunni og jók hana jafnt og þétt til loka. Glæsileg ganga hjá Sævari en annar varð Brynjar Leó og þriðji Vadim Gusev, báðir frá Akureyri. Önnur úrslit hjá keppendum Skíðafélags Ólafsfjarðar urðu:  Kristján Hauksson hafnaði í 6.sæti, Jónína Kristjánsdóttir varð í 6.sæti og Hugrún Pála Birnisdóttir í 7. sæti í kvennaflokki sem gekk 5 km. Alexía María Gestsdóttir keppti í stórsvigi og hafnaði í 7. sæti í flokki 16-17 ára stúlkna.

Heimild: Skíðafélag Ólafsfjarðar, www.skiol.fjallabyggd.is