Lokahóf meistaraflokks KF fór fram um helgina og var fámennt en góðmennt og þar voru veittar ýmsar viðurkenningar. Sævar Gylfason var valinn besti leikmaðurinn sem og leikmaður leikmannanna auk þess að hljóta Nikulásarbikarinn eftirsótta fyrir mestu framfarirnar. Sævar lék flestar mínútur í deildinni af leikmönnum KF eða 93% og einnig 21 leik af 22. Að auki náði hann að skora 5 mörk í deildinni.
Þorvaldur Daði Jónsson var valinn sá efnilegasti leikmaðurinn,en hann lék alla 22 leikina á Íslandsmótinu og skoraði 7 mörk og var næst markahæstur leikmanna KF í deildinni.
Julio Cesar Fernandes var markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk í 20 leikjum og var annar markahæstur í deildinni á tímabilinu. Hann skoraði fjögur markanna úr vítaspyrnum.