Á  laugardaginn síðastliðinn keppti Sævar Birgisson í sprettgöngu sem fram fór í Östersund í Svíþjóð. Sævar hafnaði í 52.sæti af 97 keppendum og var hann 11,30 sek á eftir Anton Lindblad sem sigraði tímatökuna. Sævar fékk 107,24 FIS punkta fyrir þessi úrslit sem er vel undir lágmarki fyrir sprettgöngu á næstu Ólympíu lágmarki sem er 120 stig. Sævar er því búinn að ná lágmarkinu í annað sinn á ferlinum en í fyrra náði hann rúmlega 84 FIS punktum.