Sævar Birgisson lækkar sig í FIS punktum og fer á HM

Landsliðsmaðurinn í skíðagöngu, Sævar Birgisson(Íþróttamaður Fjallabyggðar 2012) hefur lækka mikið í FIS punktum á síðasta stigalista FIS. Sævar lækkar punktana sína í sprettgöngu, fer úr 170 punktum í 154 punkta og er nú númer 662 á sprettlistanum og númer 1904 í lengri göngunum. Í Skandinavíu er mjög lítið af FIS mótum núna og er hann því að keppa á mótum sem ekki gefa FIS punkta. Næsta FIS mót hjá honum er í Ulricehamn í Svíþjóð 16.-17. febrúar og síðan fer hann á HM á Ítalíu.