Sævar Birgisson keppti í sprettgöngu á Ítalíu í dag

Sævar Birgisson skíðagöngumaður úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar keppti í dag í sprettgöngu í Toblach á Ítalíu. Sævar lauk keppni í 69. sæti af 79 keppendum í tímatökunni og fékk fyrir það 92 FIS punkta. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er 120 punktar svo Sævar var hér að ná sinni næst bestu úrslitum á ferlinum í sprettgöngu. Þetta er einnig í þriðja sinn nú í vetur sem hann fer undir lágmarkið.

Sævar fer til Socchi á miðvikudaginn næstkomandi og keppir þar í sprettgöngu 11. febrúar á Ólypíuleikunum.