Sævar Birgisson skíðamaður hefur verið valinn íþróttamaður Fjallabyggðar 2012. Tilkynnt var um útnefninguna í glæsilegu hófi í Allanum á Siglufirði þann 28. desember síðastliðinn. Sævar Birgisson var kjörinn íþróttamaður Fjallabyggðar annað árið í röð.  Sævar  var einnig valinn skíðamaður ársins 2012 af Skíðasambandi Íslands.  Sævar keppir fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar og er fæddur árið 1988.

Sævar er vel að titlinum kominn eftir frábært ár á skíðunum. Kiwanisklúbburinn Skjöldur hélt hófið ásamt UÍF sem var glæsilegt í alla staði.  Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir unga og efnilega íþróttamenn frá flestum aðildarfélögum UÍF og fékk m.a. Jónína Kristjánsdóttir viðurkenningu fyrir afrek sín á árinu 2012.

Fylgist með fréttum af Sævari á heimasíðu hans hér.

 

Íþróttmaður Fjallabyggðar 2012Sævar Birgisson

Sævar Birgisson

Myndir frá www.uif.is og www.ski.is.