Í gær hófst Skíðamót Íslands á Ísafirði með keppni í sprettgöngu. Sævar
Birgisson, Skíðafélagi Ólafsfjarðar, sigraði í karlaflokki með yfirburðum í sprettgöngunni sem fór fram með hefðbundinni aðferð að þessu sinni. Kristján Hauksson datt út eftir mikla baráttu í undanúrslitum en Jónína Kristjánsdóttir og Hugrún Pála Birnisdóttur
tóku ekki þátt í dag.

Í dag, föstudag byrjar keppni í alpagreinum og mun
Alexía María Gestdóttir hefja keppni kl. 10:00. Keppni í skíðagöngu hefst kl.
13:00 og er gengið með frjálsri aðferð á morgun.

Heimild: skiol.fjallabyggd.is