Sævar Birgisson bætti sinn besta árangur í 10 km. göngu

Skíðamaðurinn Sævar Birgisson keppti á föstudaginn s.l. í Bruksvallarna í Svíþjóð í 10. km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð. Sævar náði þar sínum besta árangri sem gaf honum 122 FIS punkta en Ólympiulágmarkið er 100 punktar í þessari vegalegnd. Sævar fékk fyrir gönguna helgina áður 143 punkta en hann keppir aftur í dag í sprettgöngu með frjálsri aðferð og verður spennandi að sjá hvernig það gengur.  Brynjar Leó Kristinsson SKA keppti einnig á föstudaginn s.l. og fékk 183 punkta og keppir aftur í dag í 15km göngu með frjálsri aðferð.