Laugardaginn 3. ágúst verður haldinn Sæludagur í Hörgársveit í tíunda skiptið. Þétt dagskrá er allan daginn og iðar öll sveitin af lífi. Einn vinsæll atburður er Sveitafitness en þar er keppt í svínslega erfiðri þrautabraut.

Einnig er þétt dagskrá á Hjalteyri en alla dagskránna fyrir Sæludag í Hörgársveit má finna hér, Sæludagur_Hörgársveit.

Dagskrá Sæludagsins lýkur með ekta gamaldags sveitaballi á Melum í Hörgárdal. Þar er 25 ára aldurstakmark nema í fylgd með fullorðnum.