Sælkeraverslun Torgsins opin um helgina
Sérstök opnun verður á veitingahúsinu Torginu á Siglufirði helgina 21. – 22. nóvember frá kl 12:00 til 16:00.
Öllum býðst að kaupa gjafabréf og skoða allt úrvalið sem boðið er upp á í sælkerakörfum Torgsins.
Hægt er að kaupa allar vörur í stykkjatali.
Barinn verður opinn, drykkir, bjór, heitt kakó eða kaffi verður á boðstólnum. Úrbeinuð fyllt lambalæri að hætti Torgsins verða til sölu. Tilbúið beint í ofninn.
Jólavörur Torgsins eru:
*Grafin gæsabringa
Grafin lax
*Graflaxsósa
*Pikklaður rauðlaukur
*Sultaður rauðlaukur
*Reykt gæsabringa
Reyktur lax
Pressuð svið
*Jólapaté/kæfa
*Cumberland sósa
*Bláberjasulta
*Síldarsalat að hætti TORGSINS
*Jólarauðkál að hætti TORGSINS
* Handunnið af matreiðslumönnum Torgsins.