Rýmdu níu hús á Siglufirði

Búið er að rýma 9 hús á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Um 20 manns þurfti að yfirgefa húsin sín síðdegis og gátu allir farið til vini og ættingja til að gista. Alls voru 8 hús við Norðurtún og eitt hús við Suðurgötu sem voru rýmd.

Ofan húsanna sem nú eru rýmd er varnargarðurinn Stóri-Boli. Hann var reistur árin 1998-1999 og hafa mörg snjóflóð fallið á hann síðan þá. Rýmingin nú er varðúðarráðstöfun þar sem að við verstu aðstæður getur hluti stórra snjóflóða farið yfri varnargarða eins og sýndi sig þegar snjóflóð fóru yfir varnargarða á Flateyri fyrir rúmu ári síðan.