Rúv sýnir beint frá sauðburði í Skagafirði

Það eru ekki til mikið óræðari tákn um að sumarið sé á næsta leiti en blessuð litlu lömbin. Þau seinka ekki komu sinni  í þennan heim þótt hitastigið sé lægra en bæði menn og skepnur myndu helst óska.

Sauðburður stendur nú sem hæst og það er ógleymanlegur tími fyrir þá sem eiga þess kost að fylgjast með litlu lömbunum skríða jarmandi í heiminn. RUV ætlar að gefa öllum landsmönnumkost á að fylgjast með sauðburði í beinni útsendingu í heilan sólarhring.

Útsendingin verður aðgengileg á ruv.is og á hliðarrás RUV, RÚV 2, frá fjárhúsunum á Syðri-Hofdölum í Skagafirði, hjá þeim Atla og Klöru.

Útsendingin verður sú fyrsta sinnar tegundar í íslensku sjónvarp og hefst á hádegi fimmtudaginn 14. maí, uppstigningardag, og stendur til hádegis föstudaginn 15. maí.

cActTIdm s5IWgjSf