RÚV lokar starfstöð á Sauðárkróki

Á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar í morgun var eftirfarandi bókað og samþykkt:

“Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá ráðstöfun Ríkisútvarps allra landsmanna að leggja niður starfstöð sína á Sauðárkróki á sama tíma og stofnunin boðar eflingu starfsemi sinnar á landsbyggðinni. Mikilvægt er að Ríkisútvarpið sé sýnilegt í starfsemi sinni um allt land og er Norðurland vestra þar ekki undanskilið.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur stutt vel við starfsemi Ríkisútvarpsins og greitt húsaleigu fyrir upptöku- og útsendingaraðstöðu RÚV á Sauðárkróki í áratug. Frá hljóðverinu hefur verið sinnt dagskrárgerð og beinar útsendingar sendar þaðan, meðal annars sá vinsæli þáttur Á sagnaslóð sem nú hefur verið lagður af.
Byggðarráð skorar á útvarpsstjóra og Ríkisútvarpið að endurvekja metnaðarfulla dagskrárgerð og fréttaflutning frá landshlutanum.”