Rúv heimsótti Menntaskólann á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur vakið athygli fyrir áhugavert nám og núna í lok vikunnar kom Ríkissjónvarpið í heimsókn til að taka upp frétt.  Fréttin snérist um kennsluáfangann Tölvuleikjafræði sem kenndur er í MTR og kom fréttakona Rúv, Þórgunnur Oddsdóttir á svæðið og var viðstödd kennslustundina og tók viðtöl við kennara og nemendur.  Þá fengu fréttamenn að sjá glænýtt sýndarveruleikatæki sem Menntaskólinn eignaðist nýlega.

Fleiri myndir hér.

img_8503Mynd frá www.mtr.is.