Rúta fór út af Ólafsfjarðarvegi

Rúta hafnaði út af á Ólafsfjarðarvegi um klukkan fjögur í dag. Í rútunni var ökumaður og einn farþegi. Þeir hafa báðir verið fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri, en á þessari stundu er ekki vitað nánar um meiðsl þeirra. Unnið er að rannsókn á vettvangi og verður vegurinn lokaður við Freyjulund einhvern tíma, hjáleið er um Bakkaveg nr. 812. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu.