Rúpnaveiði bönnuð fyrir ofan byggðina á Ólafsfirði

Fuglaskoðunarfélagið Arctic Aves hefur óskað eftir að rjúpnaveiði verði bönnuð á svæðinu fyrir ofan byggðina í Ólafsfirði, frá Brimnesá að norðan að landamerkjum jarðarinnar Hlíðar að sunnan.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkti á fundi þann 26.10.11 að rjúpnaveiði verði bönnuð á svæði sem afmarkast af Brimnesá í norðri, Tindaöxl í austri og landamerkjum jarðarinnar Hlíðar og Fjallabyggðar í suðri.