Rúnar Júlíus Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2021

Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fór fram í beinni útsendingu á facebooksíðu Dalvíkurbyggðar kl. 17.00 í dag. Það var Rúnar Júlíus Gunnarsson sem varð fyrir valinu í ár. Rúnar hefur lengi verið viðloðandi keppni í hestamennsku og alltaf stendur hann sig vel. Árangurinn í ár var mjög góður og var Rúnar 8 sinnum í úrslitum hestaíþróttum, þar af 4 sinnum í 2. sæti. Rúnar endaði svo keppnistímabilið á að sigra Fimmganginn á Haustmóti Léttis í 2. flokki. – Frá þessu var fyrst greint á vef Dalvíkurbyggðar ásamt ljósmynd með frétt.

Tilnefndir voru:

Tilnefningar Íþróttagrein
Rúnar Júlíus Gunnarsson Hestar
Steinar Logi Þórðarson Knattspyrna
Símon Gestson Sund

Einnig voru á dögunum veittir styrkir úr afreks- og styrktarsjóði til iðkenda og íþróttafélaga og voru þeir í eftirfarandi röð:

a) Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í blaki
b) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
c) Sveinn Margeir Hauksson vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
d) Amalía Nanna Júlíusdóttir vegna ástundunar og árangurs í sundi
e) Torfi Jóhann Sveinsson vegna ástundunar og árangurs á skíðum
f) Draupnir Jarl Kristjánsson vegna ástundunar og árangurs í blaki
g) Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vegna helgarnámskeiðs í knattspyrnu
h) Skíðafélag Dalvíkur vegna uppbyggingar skíðagönguíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð
g) Knattspyrnudeild UMFS vegna afreksæfinga og tækniskóla
h) Sundfélagið Rán vegna sundnámskeiðs fyrir fullorðna
i) Golfklúbburinn Hamar vegna frírra æfinga fyrir byrjendur og búnaðarkaup vegna þeirra