Í júní heimsóttu rúmlega 3000 manns Síldarminjasafnið á Siglufirði sem er töluvert betra en í júní árið 2012i. Þar af voru erlendir gestir yfir 50% heimsókna.

Á morgun heldur hluti síldargengisins af stað til Karlskrona í Svíþjóð þar sem haldin verður samnorræn Strandmenningarhátíð og var lögð fram sérstök ósk um siglfirska síldarsöltun á sænsku bryggjunum.