Rótarýdagurinn í Ólafsfirði í samvinnu með MTR

Laugardaginn 23. febrúar næstkomandi mun Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar halda hinn árlega Rótarýdag líkt og aðrir klúbbar í íslenska umdæminu. Í ár verður dagurinn í samvinnu við Menntaskólann á Tröllaskaga, sem verður með fjölskyldudag fyrir alla aldurshópa í skólanum þann dag og kynnir þar starfsemi sína, aðstöðu og töfraheima tækninnar sem þar er í boði.
Rótarýdagurinn er ætlaður til að kynna starf hreyfingarinnar og hefur Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar nýtt daginn til þess og einnig til að opinbera og afhenda ýmsa styrki til framfaraverkefna í samfélaginu.