Fyritækið Gjögur hf í Grenivík hefur endurnýjað hluta af vinnslubúnaði sínum þar sem reiknað er með að taka meira af hráefni til eigin vinnslu en gert hefur verið hingað til. Fyrirtækið hefur keypt röntgenstýrða beina- og bitaskurðarlínu ásamt forsnyrtilínu og afurðarflokkara sem pakkar ferskum vörum sjálfvirkt í kassa.

Með þessu verður fiskvinnsluhús Gjögurs eitt það sjálfvirkasta á landinu auk þess sem sveigjanleiki í framleiðslu eykst til muna. Búnaðurinn var keyptur frá hátæknifyrirtækinu Völku ehf og mun hann auka afköst, skilvirkni og einnig gæði varanna sem leiðir vonandi til töluverðrar hagræðingar og verðmætaaukningar við vinnsluna.