Rokkhátíð í Dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir heldur fjáröflunarviðburð um helgina sem þeir kalla Rokkhátíð. Allur hagnaður hátíðarinnar fer í rekstur og endurnýjun á búnaði félagsins. Hátíðin verður haldin í Árskógi, laugardaginn 21. október og hefst veislan kl. 20:00.  Fram koma fjölmargir listamenn úr Dalvíkurbyggð og svo mun Magni Ásgeirsson klára nóttina með sveitaballi.  Boðið verður uppá rútuferðir frá Árskógi til Dalvíkur gegn vægu gjaldi.