Róbert Guðfinnsson athafnamaður á Siglufirði hefur spurst fyrir um afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar vegna hugmynda hans og Selvíkur ehf. um frístundabyggð við veginn upp í Skarðsdal og við veginn neðan golfskála Golfklúbbs Siglufjarðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur tekið jákvætt í hugmyndina byggt á þeim gögnum sem hún fékk í hendurnar en benti á að gera þurfi deiliskipulag af svæðinu sem yrði kostuð af framkvæmdaraðila og aðalskipulagsbreytingu sem yrði kostuð af Fjallabyggð, ef af verkefninu yrði.