Ró­bert Guðfinns­son, fjár­fest­ir og at­hafnamaður á Sigluf­irði, hef­ur ákveðið að bjóða til sölu all­ar ferðaþjón­ustu­eign­ir sín­ar í bæn­um. Þetta kemur fram á mbl.is nú í morgun.

Eign­irn­ar sem um ræðir eru Sigló hót­el, Gisti­húsið Hvann­eyri og veit­ingastaðirn­ir Rauðka, Hann­es Boy og veit­ingastaður­inn Sunna á Sigló hót­eli.

Hann segir í samtali við Viðskiptamoggann að hann þurfi að velja á milli fyrirtækisins Genís á Siglufirði og ferðaþjónustunnar, en mikil tækifæri séu hjá líftæknifyrirtækinu Genís sem þurfi mikla athygli á næstu misserum.

Heimild: mbl.is/Viðskiptamogginn.