Róbert Guðfinnsson, fjárfestir og athafnamaður á Siglufirði, hefur ákveðið að bjóða til sölu allar ferðaþjónustueignir sínar í bænum. Þetta kemur fram á mbl.is nú í morgun.
Eignirnar sem um ræðir eru Sigló hótel, Gistihúsið Hvanneyri og veitingastaðirnir Rauðka, Hannes Boy og veitingastaðurinn Sunna á Sigló hóteli.
Hann segir í samtali við Viðskiptamoggann að hann þurfi að velja á milli fyrirtækisins Genís á Siglufirði og ferðaþjónustunnar, en mikil tækifæri séu hjá líftæknifyrirtækinu Genís sem þurfi mikla athygli á næstu misserum.
Heimild: mbl.is/Viðskiptamogginn.