Róbert hyggst breyta Gránugötu 15b í svítur

Selvík ehf. félag Róberts Guðfinnssonar athafnamanns á Siglufirði hyggst breyta útliti og starfsemi hússins við Gránugötu 15b á Siglufirði. Áætlað er að breyta húsnæðinu í svítur og útlit hússins mun svipa til Sigló Hótels samkvæmt drögum að hönnun hússins. Inngangur yrði á norðurgafli hússins og bílastæði í sundinu við norðurenda hússins. Húsið stendur skammt frá Kaffi Rauðku og Rauðkutorgi.

Róbert lagði inn fyrirspurn til Fjallabyggðar þar sem hann óskaði eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar vegna þessa verkefnis áður en félagið myndi ráðast í frekari hönnun og kostnað. Málið verður næst sent til hafnarstjórnar sem fjallar um málið.

Húsnæðið við Gránugötu 15b er byggt árið 1996 og er 756 m2 á stærð. Brunabótamat hússins er yfir 150 milljónir.

Héðinsfjörður.is greindi fyrst frá þessu.

Hér sést húsið með rauðu þaki við höfnina og Rauðkutorg.