Róbert Guðfinnsson verðlaunaður

Róbert Guðfinnsson, hlaut í dag verðlaun frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir brautryðjendastarf á Siglufirði. Meðal verkefna sem Róbert hefur komið að á Siglufirði er uppbygging á veitingasölu Hannes Boy og Kaffi Rauðku og samkomuhúsum í gömlum stíl í bænum, en einnig var nýlega hafist handa við uppbyggingu Hótel Sunnu þar við höfnina.

Þá eru uppi áform um að byggja lyfjaverksmiðju í húsnæði bátaverksmiðjunnar, nýjan golfvöll og bæta skíðasvæði í Skarðsdal á Siglufirði. Á bakvið þessi verkefni stendur Róbert, en hann kom áður að rekstri útgerðarfélagsins Þorbjörns og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.

Heimild: mbl.is