Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem var valinn maður ársins af Frjálsri Verslun segir í útvarpsviðtali á Trölla að hann hafi verið valinn úr 30 manna hópi, sem var svo skorinn í 15 og á endanum hafi hann verið valinn úr 5 manna hópi. Fjárfestingar hans á Siglufirði hafa vakið athygli, en hann hefur einnig fjárfest í umhverfinu þar, ekki aðeins í eigin fyrirtækjum.

Hann segist hafa breiðan tónlistarsmekk í dag, en hafi áður hlustað á hljómsveitir eins og Eagles, Jethro Tull, Black Sabbath og Uriah Heep. En í dag hlustar hann meira á boðskap textana og hefur sótt 30-40 tónleika í Bandaríkjunum undanfarin 10 ár. Hann segist hafa ætlað sér að verða skíðamaður sem ungur maður og hafi æft skíðastökk og skíðagöngu.

Róbert segist ferðast mikið og fyrir hverja flugferð búi hann sér til tónlistarþema og sæki lög á Spotify. Hann segir einnig frá því að er hann var 17-19 ára hafi hann rekið útvarpsstöð á Siglufirði en útsendingar þess hafi truflað sendingar á Loftskeytastöðinni á Siglufirði. Þá hafi hann einnig haft útsendingar frá efstu hæðinni Gistiheimilinu Hvanneyri sem hafi þá verið í niðurníðslu, en sá útvarpsrekstur var kærður og varð hann að loka þeim rekstri.

Í lok viðtalsins kemur fram að Róbert sem er búsettur í Phoenix Arizona hafi hug á að flytjast heim, en hann hafi búið erlendis um áratugaskeið.

Hægt er að hlusta á þetta fróðlega viðtal á netinu á Útvarpi Trölla.