Róbert Guðfinnsson er sonur Siglufjarðar

Í þáttunum Um allt land á Stöð tvö er rætt við fjárfestinn Róbert Guðfinnsson sem er nefndur sonur Siglufjarðar. Hann segir byggingakrana ekki vera tákn sitt en hann tákni byggingu 68 herbergja hótels sem mun opna árið 2015 á Siglufirði. Róbert er eigandinn af rúmum 20.000 fermetrum af húsnæði á Siglufirði þegar að hótelið verður fullbyggt. Í undirbúningi er að nýta nýjasta húsnæðið sem var áður SR-mjöl undir rekstur klór-alkalíverksmiðju að hluta til. Klór-alkalí verksmiðja framleiðir sóda, sýru og klór, með því að kljúfa salt með rafmagni.

Allan þáttinn má sjá hér.