Rjúpnaveiði líkur í dag

Síðasti dagur rjúpnaveiði er í dag, en veiðidögum var fækkað úr 18 í 9 í ár vegna afkomubrests í rjúpnastofninum.

Sölubann er á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum eins og undanfarin ár. Um 550 skotveiðimenn höfðu pantað veiðikort hjá Umhverfisstofnun þegar veiðitímabilið hófst sem er talsvert minna en á sama tíma í fyrra.  Talið er að 5-6 þúsund skotveiðimenn gangi til rjúpna á hverju ári.

Rjúpnaskyttur eru hvattar til að sýna hófsemi við veiðarnar. Veiðiþol rjúpunnar er 31.000 fuglar samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar.

Veiðidagarnir þetta árið voru:

  •             Föstudagurinn 28. október – sunnudagsins 30. október – (3 dagar)
  •             Laugardagurinn 5. nóvember – sunnudagsins 6. nóvember – (2 dagar)
  •             Laugardagurinn 19. nóvember – sunnudagsins 20. nóvember – (2 dagar)
  •             Laugardagurinn 26. nóvember – sunnudagsins 27. nóvember – (2 dagar)

Veiðistofn síðustu ára:

2009 810.000 71.000
2010 850.000 75.000
2011 350.000 31.000