Rjúpnaveiðar bannaðar umhverfis Húsavík

Samkvæmt aðalskipulagi Norðurþings eru rjúpnaveiðar bannaðar á svæði umhverfis Húsavík.

Svæðið afmarkast af fjallsafleggjara upp á topp Húsavíkurfjalls og þaðan um skriðubrúnir suður fyrir Botnsvatn, þaðan beina stefnu í Gvendarstein og um suðurmörk hverfisverndarsvæðis við Kaldbak (þ.e. um veg sunnan Kaldbakstjarna) til sjávar.

Sjá mynd af svæðinu hér.