Einbýlið að Hlíðarvegi 52 í Ólafsfirði hefur verið auglýst til sölu hjá Hvammi fasteignasölu. Frábært útsýni og aukaíbúð á neðri hæð. Tvöfaldur bílskúr og þrjú baðherbergi. Hringstigi er á milli hæða. Húsið er byggt árið 1976 og er skráð 359 fm. Ásett verð er 72 milljónir og brunabótamatið er 144,6 milljónir.
Fallegt útsýnishús á tveimur hæðum með rúmgóðum bílskúr og útleiguíbúð á neðri hæð á Ólafsfirði – stærð 359,0 m²
Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Aðalhæð, 160,7 m²: Forstofa, sjónvarpshol, eldhús, búr, stofa og borðstofa, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og þvottahús/annar inngangur.
Neðri hæð, 159,1 m²: Gangur, geymsla, kyndikompa, baðherbergi, tvö svefnherbergi og 2ja herbergja íbúð með sér inngangi.
Bílskúr 39,2 m²