Ríkið tekur yfir rekstur Heilsugæslunnar á Akureyri

Heilbrigðisráðherra hefur á fundi með bæjarráði Akureyrar tilkynnt að ríkið muni taka aftur yfir rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) með sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.

Allt frá árinu 1997 hefur Akureyrarbær rekið HAK, fyrst sem reynslusveitarfélag en síðustu ár samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Bæjarráð Akureyrar telur að rekstur HAK eigi best heima hjá sveitarfélaginu sem hluti af nærþjónustu við íbúa og er það í samræmi við stefnumörkun Sambands íslenskar sveitarfélaga um aukin verkefni til sveitarfélaga. Reynslan hefur verið afar góð og farsælt samstarf heilsugæslu og félagsþjónustu, sem gengið hefur undir nafninu Akureyrarmódelið, hefur vakið verðskuldaða athygli og gjarnan nefnt sem dæmi til stuðnings þeirri stefnu að fela sveitarfélögum aukin nærþjónustuverkefni á sviði velferðarmála.

Bæjarráð Akureyrar harmar að ekki sé vilji til staðar að semja við Akureyrarbæ um áframhaldandi samning með viðunandi fjármagni til að tryggja eðlilega þjónustu.

Bæjarráð Akureyrar vekur sérstaka athygli á að fjármagn vantar inn í rekstur HAK og mikilvægt er að auka fjárframlag frá ríkinu hvort sem reksturinn er á hendi ríkisins eða sveitarfélagsins og afar mikilvægt er að heilsugæsluþjónusta við bæjarbúa verði efld og tryggð til framtíðar.

Bæjarráð Akureyrar mun leggja sig fram við að tryggja hag ibúa Akureyrar við yfirfærslu heilsugæslunnar til ríkisins og mun veita ríkinu aðhald í að það veiti íbúum góða og tryggja heilbrigðisþjónustu í framhaldinu.

1315393323-heilsug