Háskólinn á Akureyri tekur á móti ríflega 900 nýnemum í grunnnámi í næstu viku. Nýnemar deilda koma á mismunandi dögum og fá þá fræðslu um háskólasamfélagið, aðstöðuna, félagslífið og fyrirkomulag náms. Mikilvægt er að nýnemar nýti sér dagskrá Nýnemadaga til að koma sér í gírinn en einnig til að hitta samnemendur og mynda tengsl strax á fyrsta degi.

Þá verður jafnframt tekið á móti yfir 300 stúdentum á framhaldsstigi en móttaka þeirra er skipulögð af fræðasviðum og deildum háskólans og mun fyrsti hópurinn mæta í hús vikuna eftir Nýnemadaga.

Nýnemum er skipt í hópa

Mánudagur

  • Iðjuþjálfunarfræðideild
  • Hjúkrunarfræðideild
  • Fagnám fyrir starfandi sjúkraliða

Miðvikudagur

  • Félagsvísindadeild (félagsvísindi, fjölmiðlafræði, lögreglufræði og nútímafræði)
  • Lagadeild
  • Sálfræðideild
  • Kennaradeild

Fimmtudagur

  • Auðlindadeild (líftækni og sjávarútvegsfræði)
  • Viðskiptadeild
  • Tölvunarfræði og tæknifræði

Föstudagur

  • Allir nýnemar