Rífa niður Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði

Vinna er hafin við að rífa niður húsnæðið við Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði. Upphaflega reyndi Fjallabyggð að auglýsa eftir kaupenda með kvöðum um endurbætur á húsinu, en sá kaupandi fannst ekki. Því var samþykkt að rífa húsið sem er alls 322 fermetrar og stendur við hliðina á útibúi Arion banka og Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar.

img_2349
Mynd: Fjallabyggd.is
img_2348
Mynd: Fjallabyggd.is