Rífa Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði
Á síðasta ári auglýsti Fjallabyggð til sölu húsnæðið við Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði með þeim kvöðum að unnið skyldi að endurbótum á húsinu hið fyrsta. Húsið er alls rúmir 322 fermetrar og stendur við hliðina á útibúi Arion banka og Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar. Fjallabyggð var í viðræðum við kaupenda nú í haust en hefur sá aðili nú hætt við. Bæjarráð Fjallabyggð hefur samþykkt að leggja til við Bæjarstjórn Fjallabyggðar að húsið verði rifið.