Reykköfun æfð á Hóli

Slökkvilið Fjallabyggðar kom saman á sinni mánaðarlegu æfingu um helgina. Farið var í reykköfun í flóknu rými þar sem vel reyndi á skilningarvitin, en staðsetningin var á Hóli á Siglufirði. Notast var við dúkkur og fólk sem reykkafarar þurftu að leita að í byggingunni, en reykvélin dældi þykkum reyk inn í rýmið. Þá æfðu dælu- og tækjamenn vatnstöku á tankbíl við ytra tjaldsvæðið á Siglufirði.
Áríðandi er að reykkafarar æfi verkferla og skipulag reykköfunar en samkvæmt kröfum þurfa reykkafarar að skila að lágmarki 25 æfingartímum á ári. Vel hefur gengið hjá slökkviliðsmönnum í Fjallabyggð að æfa upp í þessa tíma á þessu ári.
Frá þessu var greindi SF fyrst á samfélagsmiðlum.
Allar myndir með fréttinni koma frá SF.