Fengum sendar þessar frábæru myndir frá Davíð Þór Friðjónssyni sem náði nokkrum leikjum KF/Dalvík 4. flokks kvenna í gær á Reycup. Eins og áður sagði eru fjögur lið frá KF/Dalvík á mótinu. Þökkum Davíð kærlega fyrir þessar myndir, sem eru birtar með hans góðfúsu leyfi hér.

Úrslit liðanna í gær:

Kvennalið KF/Dalvík-2 leikur hópi B-liða(Styrkleiki 2). Liðið átti fyrsta leik dagsins gegn RKV-3(Reynir, Keflavík,Víðir) og tapaðist leikurinn 4-0. Næsti leikur liðsins var gegn Stjörnunni-4 kl. 16. Stjarnan vann leikinn 0-3.

Kvennalið KF/Dalvík leikur í hópi A-liða(Styrkleiki 1). Fyrsti leikur liðsins var gegn ÍR og unnu KF/Dalvík stelpurnar stór sigur, 1-6. Næsti leikur liðsins var gegn KFR(Knattspyrnufélag Rangeyinga) kl. 16. Stelpurnar í KF/Dalvík unnu einnig leikinn gegn KFR, lokatölur 2-0.

Karlalið KF/Dalvík leikur í hópi A-liða(Styrkleiki 1). Fyrsti leikur liðsins var eftir hádegið gegn Þór frá Akureyri. KF/Dalvík sigraði 0-2.

Karlalið KF/Dalvík-2 í hópi C-liða(Styrkleiki 3).  Liðið átti fyrsta leik kl. 10 við KFR (Knattspyrnufélag Rangeyinga) og vann KF/Dalvík2 3-1. Næsti leikur liðsins var kl. 15 gegn FH-3. KF/Dalvík-2 vann leikinn örugglega 0-6.